Í daglegu lífi mótar þú þinn eigin svefn og er koddinn þinn ótrúlega mikilvægur þegar kemur að því að ná hámarkshvíld. Eftir hvern svefn stendur þú kannski upp frá rúminu og gætir mögulega tekið eftir koddanum þínum. Hvað ef koddinn þinn segir frá því hvernig nóttin þín var?

Fyrsta hugmyndin var langt frá því að vera líkt núverandi hugmyndinni. Ég vildi fara í eitthvað dýpra og tilfinningalegra, þar sem ég var staðsett á þeim stað í lífi mínu. Engin hugmynd um hvernig verkið átti að vera var mynduð og var ég orðin svolítið stressuð um hvað ég ætti í raun að gera. Eftir mikla leit og innblástur fór ég út í það að  vilja gera eitthvað sem áhorfendurnir gætu einnig tekið þátt í og vildi ég því mála manneskjur í hvaða stærðum sem er, smáum og stórum, í svart hvítu. Áhorfendurnir myndi því taka þátt í verkinu með því að lita manneskjurnar og gefa þeim líf og myndi þá verkið gefa frá sér skilaboðið um að „við erum öll eins“. Þó svo að þessi hugmynd hafi verið það sem ég stefndi á í smá tíma var hún ekki lokahugmyndin mín þar sem ég vildi hafa verkið persónulegra og væri því eitthvað tengt mér. 

Þá kom sú hugmynd sem ég stend ennþá við núna og framkvæmdi. Ég ákvað einn daginn að setjast niður og skoða vefsíður til þess að sjá hvort að ég myndi stinga augunum á eitthvað skemmtilegt til þess að hafa sem lokaverkefni. Eftir langa leit stakk ég augunum á teikningum af koddum. Teikningin af koddunum heillaði mig mjög mikið þar sem þær voru allar mótaðar á mismunandi hátt og fannst mér þær tákna hvernig svefninn væri. Þó svo að koddarnir heilluðu mig mjög mikið var ég samt opin fyrir einhverju öðru þar sem að ég var ekki komin með lokahugmynd á hvað ég ætlaði að gera. Ég var ekki viss hvernig ég átti að gera þetta að mínu verki, eitthvað sem myndi tengjast mér og sýna fram á mína rödd. Þar til að ég fór að hugsa, hvað væri hægt að gera þannig að verkið myndi vera persónulegra gagnvart mér og varð ég því að hugsa út fyrir kassann. Þaðan kom hugmyndin mín um að taka svefninn minn upp og taka mynd af koddanum mínum eftir nóttina. Þar sameinaði ég bæði teikningu og mig inn í verkið. En það var ekki nógu persónulegt fyrir mig, ég hugsaði með mér „hver myndi horfa á verkið og fatta að þetta væri svefninn minn eða eitthvað tengt mér?“ Ákvað ég þá að fara dýpra með það og skrifa dagbók um hvernig nóttin mín var, þar sem allar nætur eru mismunandi. Hver veit en að koddinn þinn segir til um það hvernig nóttin þín var?

Verkið var sett upp á þann máta að hann svifi. Svefn er ótrúlega fallegt fyrirbæri og vildi ég því einnig sýna það fram á uppsetningunni. Hengt var verkið upp í loftið með glæru bandi og sneri því hvert og eitt plexigler á hægum hraða, sem að minnti mig á frelsi. Þegar að maður leggst á koddann og lokar augunum finnur maður fyrir eins konar frelsi. Annað hvort er maður uppgefin eftir daginn og finnur fyrir róg eða álagið og stress á manni hverfur. Með þessari hugsun vildi ég einnig tengja því inni í verkið og lét ég uppsetninguna á verkinu útfæra það.

Pillow, sleep
Published:

Pillow, sleep

Published:

Creative Fields